Þurfti að fara fyrir Beinagrindina í Heilsugæslustöð í morgun. Hún kemst ekki af án verkjalyfja eftir að sagað var inn í hrygginn á henni fyrr í vetur. Nú lærði ég hvað Guðlaugur heilbrigðisráðherra er flinkur og útsjónarsamur stjórnmálamaður. Til að börn fái þjónustu heilsugæslulæknis ókeypis, færði hann kostnaðinn einfaldlega yfir á eldri borgara. Flottara hefði mér þótt að færa kostnaðinn yfir á eftirlaun alþingismanna. Þar er nóg af peningum.
Með harðsperrur í heilanum
Ekki færri en þrjátíu og fimm stórmenni íslenskra bókmennta hafa tekið völdin í lestrarástunduninni síðustu dægrin. Hjá mér og Beinagrindinni. Eru nöfn sumra þeirra svo svakalega stór í huga manns að það er með talsverðu hiki að maður leggur í lesa greinar þeirra, staddur einn í húsi með beinagrind sem hefur hingað til ekki tileinkað sér bókmenntir að neinu viti.
Paradísarmissir og Paradísarheimt
Hún verkaði á mig eins og veisla, Lesbók Morgunblaðsins, síðastliðinn laugardag. Af sextán síðum hennar voru átta með kjörefni fyrir mig. Þeim til viðbótar frábær myndaopna Rax og loks baksíðan með greininni Myndin af heiminum.
Leitin
Veistu hvað ég hef leitað lengi? Nei. Veistu að hverju ég hef leitað svona lengi? Nei. Veistu hvað það er að leita? Það brennur á. Það brennur á og kemur alltaf aftur og aftur. En ef þú vilt vera með í hópnum þá lætur þú eins og þú hafir fundið það. Það, sem þú veist ekki einu sinni hvort þú varst að leita að. Eða hvort þú yfir höfuð varst að leita.
Beinagrindin skellihló
Klukkan núll sex núll núll. Ásta helti á kaffi á meðan ég sótti blöðin niður í anddyri. Við höfum legið í þeim síðan. Þau eru auðvitað lík sjálfum sér. En Lesbókin lofar góðu. Þar er fullt efni sem gleður hjarta mitt. Enda komst ég að því rétt áðan að ég hafði tekið morgunlyfin mín til, en gleymt að innbyrða þau. Ég ætla að treina mér Lesbókina.
Sáðmenn í sjö bindum
Var að horfa á Kiljuna fyrir stundu. Það var skemmtilegur þáttur. Fjallað var um Steinar Sigurjónsson á flottan hátt. Hrós. Við Steinar áttum sjö eða átta bráðskemmtileg samtöl fáum árum fyrir andlát hans. Ræddum við bókmenntir, heimspeki og trúmál. Það var ákaflega skemmtilegt að ræða við hann. Við náðum vel saman og leið vel í samtölunum sem sum urðu verulega lengri en lagt var upp með.
Tvær ljósmyndasýningar og Kumbh Mela
Hóf gærdaginn í Gerðarsafni á sýningu Blaðaljósmyndarafélagsins. Fór svo síðdegis á sýningu Einars Fals í Grófinni. Kannski hafði ég of miklar væntingar, en einhvern veginn fann ég ekki fyrir áhrifunum sem ég vonaðist eftir og vil gjarnan upplifa á stefnumóti við list. Í hvaða formi sem hún er.
Gegnsósa í nostalgíu og vantar ráð
Í einmanaleik mínum í morgun, aleinn með Beinagrindinni undir sæng, rifjaði ég upp atvik frá Bjargi við Suðurgötu þar sem við áttum heima. Ég var tíu ára. Við vorum fátækt fólk og þegar okkur bræðurna tók að langa eitt og annað sem aðrir krakkar á Holtinu fengu, þá lærðum við að horfa í aðrar áttir.
STASI – DAS LEBEN DER ANDEREN
Það er magnþrungin reynsla fyrir mann á efri árum að horfa á kvikmyndina „the lives of others“. Hann heldur niðri í sér andanum og langar mest að fara frá skjánum og hætta að horfa. Okkur Ástu var lánað myndbandið um helgina. Við horfðum á myndina á sunnudag.
Efnilegur hestamaður
Níu ára strákur, Eiríkur Eggertsson, var heiðraður á Ístöltmóti hjá Hestamannafélaginu Adam í Kjós í gær.