Það eru liðnar sjö vikur síðan skorið var í bakið á Beinagrindinni. Ég fylgdi henni upp á Borgarspítala í gær í endurkomu til læknisins sem skar og boraði og hjó og raspaði í hryggjarliðina á henni. Hún kveið svolítið fyrir viðtalinu við lækninn án þess að hún vissi fyrir víst af hverju.