„Hún var alþýðuflokksmaður alla tíð, ekki ákafamanneskja í pólitík, en mikill jafnaðarmaður.“ Þannig kemst sonur látinnar sómakonu að orði, í grein í Morgunblaðinu í dag. Þetta er falleg umsögn.
Brúðguminn í Flatey
Kvikmyndin er skemmtileg. En hún á ekkert sameiginlegt með Ívanov nema leikarana og leikstjórann. Ég hafði dregið það í lengstu lög að sjá myndina. Allir töluðu um að hún væri einskonar Tsjekhov. Hún er það ekki.