Eftir kaffið við Horngluggann, lestur blaða dagsins og skimun um BloggGáttina eftir einhverju sem skiptir máli, náði ég mér í klút og þurrkaði af nokkrum uppáhaldsbókum mínum. Þar varð á vegi mínum sú ágæta játningafrásaga, Í RÓTI HUGANS, eftir Kay Redfield Jamison. Hún hefur undirtitilinn: Saga af æði og örvæntingu.