Það er páskadagsmorgun. Dagur gleði í hjörtum kristins fólks. Kristið fólk er það fólk sem trúir á Jesúm Krist og játar trúna. Ritað er að vegir séu tveir. Breiður vegur og mjór vegur. Um mjóa veginn sem liggur til lífsins er sagt að þeir séu fáir sem finna hann. Ekki er við veginn að sakast í þeim efnum.