Það var margt fólk í Hallgrímskirkju á þriðja tímanum í dag þegar við Ásta komum þar við á leiðinni vestur á Landakot til að heimsækja Ingibjörgu frá Hlöðutúni. Félagar í Mótettukór Hallgrímskirkju lásu Passíusálma Hallgríms Péturssonar.
Amigos para siempre – Vinir að eilífu
Í fermingarveislu Bryndísar Margrétar Audibert í gær kom lítill hópur jafnaldra hennar og söng þrjú lög fyrir veislugesti. Það var ánægjulegt. Fyrsta lagið sem þær sungu var kunnuglegt þótt íslenski textinn væri það ekki.
Hrífandi málverkasýning
Það er hrífandi málverkasýning á Kjarvalsstöðum um þessar mundir. Myndir eftir færeyska málarann Mikines frá Mykines-eyju. Þarna eru dimmar myndir frá dánarbeðum, þar sem andrúm sorgarinnar ríkir, húsamyndir frá Mykines-eyju fullar af sól og glaðlegum litum. Og portrett.