Ekki kemst ég hjá því að bæta nokkrum orðum við fyrri skoðun mína á bók Sigurðar Pálssonar, Minnisbók. Tók ég þannig til orða að mér fyndist texti hennar gisinn, en mildur og mjúkur. Þá var ég kominn aftur í miðja bók op hugðist hvíla mig um sinn á svipaðan hátt og Sigurður gerði þegar hann las eina blaðsíðu í bók á fljótabátunum og lagði hana síðan frá sér. Frjáls og óháður. Og lærði þannig að meta Thor Vilhjálmsson, meðal annarra.