Hafði áætlað að baka í dag. Kraftbrauð og hveitibollur til að eiga yfir páskana. Þegar til átti að taka vantaði mig hveiti og gul epli. Eplin fara í kraftbrauðin ásamt sveskjum og sólblómafræi, sesam, hörfræi og fleiru. Svo rak ég augun í tómatpúruna. Hún þarf alltaf að vera til. Þetta var í Nettó á Salavegi.