Veistu hvað ég hef leitað lengi? Nei. Veistu að hverju ég hef leitað svona lengi? Nei. Veistu hvað það er að leita? Það brennur á. Það brennur á og kemur alltaf aftur og aftur. En ef þú vilt vera með í hópnum þá lætur þú eins og þú hafir fundið það. Það, sem þú veist ekki einu sinni hvort þú varst að leita að. Eða hvort þú yfir höfuð varst að leita.