Hnyttyrði

There are three rules for writing the novel.
Unfortunately, no one knows what they are.

W. Somerset Maugham

Læknislyfið ást II

Félagsfælni og kvíði eru rædd í 24 stundum í morgun. Þar kemur fram að margir þjást af þeim sálrænu erfiðleikum. Í bók Jamison, Í RÓTI HUGANS, sem ég vakti athygli á í pistli í gær, segir frá baráttu höfundarins við mikil geðheilsuvandamál.

Lesa áfram„Læknislyfið ást II“

Læknislyfið ást

Eftir kaffið við Horngluggann, lestur blaða dagsins og skimun um BloggGáttina eftir einhverju sem skiptir máli, náði ég mér í klút og þurrkaði af nokkrum uppáhaldsbókum mínum. Þar varð á vegi mínum sú ágæta játningafrásaga, Í RÓTI HUGANS, eftir Kay Redfield Jamison. Hún hefur undirtitilinn: Saga af æði og örvæntingu.

Lesa áfram„Læknislyfið ást“

Nýja vorið er á leiðinni

Hún kom við hjá okkur um helgina, fjölskyldan frá Sámsstöðum í Hvítársíðu. Ólafur bóndi sagðist hafa séð tvær álftir fljúga fram til heiða, fyrri hluta dags, föstudaginn langa. Það er vorboði, sagði hann, enda dagurinn einn af þeim fegurstu um langt skeið. Heiðskír himinn, sól og logn og stilla allan daginn. Við ræddum vorið m.a. og vonina sem vorinu fylgir um „betri tíð og blóm í haga“ eins og skáldið kvað.

Lesa áfram„Nýja vorið er á leiðinni“

Orð sem rætast

Það er páskadagsmorgun. Dagur gleði í hjörtum kristins fólks. Kristið fólk er það fólk sem trúir á Jesúm Krist og játar trúna. Ritað er að vegir séu tveir. Breiður vegur og mjór vegur. Um mjóa veginn sem liggur til lífsins er sagt að þeir séu fáir sem finna hann. Ekki er við veginn að sakast í þeim efnum.

Lesa áfram„Orð sem rætast“