„Guð er kona.“ Þannig hljómar fyrirsögn í dagblaði í morgun. Fjallað er um fermingar. Og stúlkubarn í fermingarfræðslu segir: „Guð er vinkona.“ Staðhæfingin er léttvæg. Jesús Kristur upplýsti um Guð á annan veg. Hann sat við brunn. Kona kom þar að. Þau tóku tal saman. Í síðari hluta samtalsins segir Jesús við konuna: Guð er andi.