Torgið er nærri miðju bæjarins. Fjöldi fólks leggur leið sína þangað daglega. Á tréstólpa sem er á miðju Torginu er festur allstór kassi. Hann er úr glæru plasti. Á einni hlið hans er rifa þar sem hægt er að stinga miða í. Margir sem fara um Torgið stinga miða í kassann. Á miðann hafa þeir skrifað það sem er þeim efst í hug þann daginn.