Stór maður í grænum slopp beygði sig yfir mig með súrefnisgrímu í höndunum. Ég opnaði munninn til að spyrja…………………….. Þremur og hálfri klukkustund síðar vaknaði ég á Vöknun. „Finnur þú til?“ spurði stúlka. „Ég veit það ekki,“ ætlaði ég að segja en ekkert orð kom. Hún sprautaði mig.