Það gladdi mig að heyra að Ljóðhús, bók Þorsteins Þorsteinssonar um skáldskap Sigfúsar Daðasonar, skyldi hljóta Íslensku bókmenntaverðlaunin. Ég var svo heppin í júní síðastliðnum að Ásta mín gaf mér bókina sem hefur verið meira og minna uppi við síðan og flett í henni fleiri daga. Þetta er skemmtileg bók sem brýtur upp skáldskap Sigfúsar og gefur sýn á fleiri hliðar hugsana hans.