„Guð er kona.“ Þannig hljómar fyrirsögn í dagblaði í morgun. Fjallað er um fermingar. Og stúlkubarn í fermingarfræðslu segir: „Guð er vinkona.“ Staðhæfingin er léttvæg. Jesús Kristur upplýsti um Guð á annan veg. Hann sat við brunn. Kona kom þar að. Þau tóku tal saman. Í síðari hluta samtalsins segir Jesús við konuna: Guð er andi.
Minning – Guðleif Ólafsdóttir
Fáein minningarorð.
Látin er í Reykjavík föðursystir mín Guðleif Ólafsdóttir. Hún var fædd 1926. Útför hennar verður gerð í dag frá Fossvogskirkju, klukkan 15:00.
Beinagrindin og Óreiðan
Hún kom í morgun á beinunum einum saman og sagði að nú væru þrjár vikur liðnar síðan læknarnir fóru inn í hrygginn á henni með hnífa og bora til að skera og skrapa. Sér liði bærilega í dag. Svo spurði hún hvort hún mætti ekki sitja og fylgjast með smástund. Hana langaði að halda upp á daginn. Þetta væri góður dagur í beinavökulegu tilliti.
Óreiðan í sjálfum mér
Það var í Kiljunni, þætti Egils Helgasonar, 13. febrúar. Þeir töluðu um bókmenntir, Egill og Eiríkur Guðmundsson. Ræddu um William Faulkner. Bókmenntafræðingurinn sagði Faulkner vera einn af fimm mestu skáldsagnarithöfundum tuttugustu aldarinnar. Ekkert minna en það.
Dýrð valdsins
Beinin í mér hafa tekið hug minn að mestu síðastliðnar vikur tvær. Þau hafa ekki átt hug minn, heldur hafa þau tekið hann. Rutt sér fram fyrir flest önnur viðfangsefni. Það er leiðinlegt. Efni bóka hefur ekki náð í gegnum óþolið.
Fyrirbærið í síðasta pistli
Nokkrar umræður hafa orðið í athugasemdum við síðasta pistil um fyrirbæri í myndavél. Ég vísa til þeirra athugasemda og bæti svo þessu við í lokin:
Hvað finnst þér um svona fyrirbæri?
Sumt sem maður upplifir er svo furðulegt. Það var um helgina að mig dreymdi þennan elskulega draum. Það var sumar og landið grænt og himininn blár. Sól í heiði og hlýtt. Búsmali í högum.
Hvítu skórnir
Torgið er nærri miðju bæjarins. Fjöldi fólks leggur leið sína þangað daglega. Á tréstólpa sem er á miðju Torginu er festur allstór kassi. Hann er úr glæru plasti. Á einni hlið hans er rifa þar sem hægt er að stinga miða í. Margir sem fara um Torgið stinga miða í kassann. Á miðann hafa þeir skrifað það sem er þeim efst í hug þann daginn.
Zizek, Njála og fleiri bækur
Það fór nú þannig á þessum fyrstu erfiðu tíu dögum, sem að baki eru, að bækur og bókmenntir hópuðust að mér með elsku og örlæti og urðu mín mesta huggun fyrir utan óendanlega umhyggju og elsku eiginkonunnar. Að sjálfsögðu. Ekkert tekur henni fram. En bækurnar, með þeim komu hinir ýmsu höfundar til sögunnar og persónur sagnanna og settust á rúmgaflinn og ræddu málin. Það var elskulegt samfélag.
Dekompression of Spinal Nervroots
Stór maður í grænum slopp beygði sig yfir mig með súrefnisgrímu í höndunum. Ég opnaði munninn til að spyrja…………………….. Þremur og hálfri klukkustund síðar vaknaði ég á Vöknun. „Finnur þú til?“ spurði stúlka. „Ég veit það ekki,“ ætlaði ég að segja en ekkert orð kom. Hún sprautaði mig.