Það var með nokkru hiki að ég hóf að glugga í bókina um Davíð Stefánsson frá Fagraskógi. Hef tekið hana fram í nokkur skipti frá jólum, strokið hana, flett og skoðað myndir. En hef ekki haft mig upp í að lesa. Hef verið að velta því fyrir mér hvaða tregðulögmál það séu sem hindra.