Hann er alfarinn

Janúar er á förum. Þrjátíu og einn dagur. Hann kemur aldrei aftur. Er alfarinn. Mér finnst að ég þurfi að kveðja hann virðulega. Þeim nefnilega fækkar mjög janúarmánuðunum í lífi mínu. Ungum fannst mér þeim mundi aldrei ljúka. En núna, þegar ég er búinn með svona marga, skil ég hvað fáir eru eftir.

Lesa áfram„Hann er alfarinn“

Eldhúsraunir eldri borgara

Það eru ýmsar raunir sem maður lendir í eldhúsinu þegar glímt er við nýjar uppskriftir. Kvenbarnið átti afmæli um síðustu helgi og var þá í „haggis“- veislu með Edinborgarvinum sínum og Skotum. Það hafði verið afar vel heppnað. ( Haggis er skoskt slátur, gert úr hökkuðum (kinda eða kálfa) hjörtum, lungum og lifur og mör og haframjöli, samkvæmt hefð, soðið í vömb.

Lesa áfram„Eldhúsraunir eldri borgara“

Sveitamaður úr norðurhéruðunum

Oft hef ég sagt að Biblían sé blessuð bók. Það mun ég og gera á meðan andinn heldur hús í líkama mínum. Og af hverju segi ég aftur og aftur að Biblían sé blessuð bók? Það er af því að hún er bókin sem sagði og segir mér af Kristi Jesú. Sveitamanninum frá Galíleu. Manninum sem helgaði líf sitt smáðu fólki, krömdu fólki og mállausu og gerðist eilífur talsmaður þess.

Lesa áfram„Sveitamaður úr norðurhéruðunum“

Manntafl – stjórnmál

Frá fyrstu tíð dáðist ég ævinlega að skákmönnum. Mönnum sem tefldu skák. Yfirleitt voru þetta yfirvegaðir menn, háttvísir og hugsandi. Bæði karlar og konur. Þá þótti mér alltaf sérlega flott í lok skáka, og lýsa mannviti og sjálfsstjórn, þegar menn tókust í hendur með gagnkvæmri virðingu. Örfáir menn hegðuðu sér á annan veg. Tóku tapi með vanstillingu. Manni fannst minna til þeirra koma.

Lesa áfram„Manntafl – stjórnmál“

Þriðji maðurinn

Rakarinn var að snyrta á mér kollinn. Við höfðum rætt, að hans frumkvæði, hin ýmsu mál dægranna. Þegar þau almennu, veðrið, fjármagnsmarkaðurinn, fatakaup stjórnmálamanna og lenging dagsins voru afstaðin, komum við að þorra og súrmeti. Súrum eistum og lundabagga. Það var þá sem þriðji maðurinn kom inn og fylgdist með samræðunum. Við erum jafnaldrar.

Lesa áfram„Þriðji maðurinn“

Ívanov – bravó, bravó

Við skemmtum okkur fjarskalega vel í Þjóðleikhúsinu í gærkvöldi. Leikararnir gerðu þetta af svo mikilli snilld, allir sem einn, svo vel og yndislega að það var eins og hjarta manns fylltist af ást til þeirra. Já, mikil feikn var gaman að sjá hópinn skila Ivanov, leikriti Antons Tsjekhovs, í leikgerð – væntanlega hópsins alls,- hafi ég skilið orð leikstjórans, Baltasars, rétt.

Lesa áfram„Ívanov – bravó, bravó“

Vilhjálmur frá Skáholti

Í síðasta Kiljuþætti Sjónvarpsins fékk ljóðskáldið Vilhjálmur frá Skáholti talsverða umfjöllun í tilefni þess að hundrað ár eru liðin frá fæðingu hans. Það var mjög vel við hæfi. Hefði umfjöllunin fengið bestu einkunn ef þáttarstjórnandinn hefði sleppt því að margendurtaka og leggja áherslu á að Vilhjálmur hefði verið „róni“.

Lesa áfram„Vilhjálmur frá Skáholti“