Orð dagsins

Af því að við fyrirlítum hverskonar illgjarnan rógburð, þá erum við þakklát þeim sem ástunda hann fyrir okkur og gera það vel.

Saki (Hector Hugo Munro)

Lífið og ljósið

Við sátum saman fjögur. Ræddum ýmis mál. Dægurmál, dægurþras, og guðfræði, bókmenntir og trúmál en þessi eru sameiginleg áhugamál okkar. Í umræðu um þau fara samtölin á flug. Þá er gaman. Einnig ræddum við dálítið um mat. Þetta var í gærkvöldi hérna heima hjá okkur Ástu.

Lesa áfram„Lífið og ljósið“

Dagamunur

Þeir hefjast á mismunandi vegu dagarnir í einkalífi manns. Mér leist ekki allskostar á blikuna þegar ég uppgötvaði eftir lýsis inntökuna í morgun að ég hafði sett lýsisflöskuna í uppþvottavélina og skeiðina í kæliskápinn.

Lesa áfram„Dagamunur“

Tilbúnir þegar þú vilt

Þessi aðventudagur hefur nú þegar glatt mig heil býsn. Eins og fjölmörg undarfarin ár, á jólaföstunni, hef ég tekið frá tíma á hverjum degi til þess að lesa fræðibækur um trú og visku. Og það er segin saga að höfundar þeirra, hugsun og textar, lyfta mér upp og gleðja sálartetrið mitt, „lúð og þjáð.“

Lesa áfram„Tilbúnir þegar þú vilt“