Af því að við fyrirlítum hverskonar illgjarnan rógburð, þá erum við þakklát þeim sem ástunda hann fyrir okkur og gera það vel.
Saki (Hector Hugo Munro)
Af því að við fyrirlítum hverskonar illgjarnan rógburð, þá erum við þakklát þeim sem ástunda hann fyrir okkur og gera það vel.
Saki (Hector Hugo Munro)
Við sátum saman fjögur. Ræddum ýmis mál. Dægurmál, dægurþras, og guðfræði, bókmenntir og trúmál en þessi eru sameiginleg áhugamál okkar. Í umræðu um þau fara samtölin á flug. Þá er gaman. Einnig ræddum við dálítið um mat. Þetta var í gærkvöldi hérna heima hjá okkur Ástu.
Maður nokkur komst þannig að orði fyrir fáeinum dögum að þunglyndi hans væri svo yfirþyrmandi að ekkert biði hans nema það að fara beina leið til helvítis. Þá velti ég því fyrir mér hvaða hugmyndir maðurinn hefði um þetta helvíti sem hann mundi lenda í.
Þeir hefjast á mismunandi vegu dagarnir í einkalífi manns. Mér leist ekki allskostar á blikuna þegar ég uppgötvaði eftir lýsis inntökuna í morgun að ég hafði sett lýsisflöskuna í uppþvottavélina og skeiðina í kæliskápinn.
„We can easily forgive a child who is afraid of the dark;
the real tragedy of life is when men are afraid of the light.“
Plato
Það var greinileg eftirvænting í loftinu þegar fólk tók að safnast saman í Neskirkju í gærkvöldi. Og hvert sæti setið á slaginu klukkan átta. Viðfangsefni kvöldsins var Óratoría í þrem hlutum eftir Händel við ljóð eftir Milton. Svo kölluð tvíburaljóð. Þetta voru lokatónleikar tónlistarhátíðarinnar Tónað inn í aðventu.
Þessi aðventudagur hefur nú þegar glatt mig heil býsn. Eins og fjölmörg undarfarin ár, á jólaföstunni, hef ég tekið frá tíma á hverjum degi til þess að lesa fræðibækur um trú og visku. Og það er segin saga að höfundar þeirra, hugsun og textar, lyfta mér upp og gleðja sálartetrið mitt, „lúð og þjáð.“
Ljósahátíðin Chanukah hefst á morgun: „Á sama tíma og kristnir menn halda sína aðventu til að undirbúa jólin og minnast fæðingu frelsarans Jesú Krists, halda Gyðingar ljósahátíð sem þeir kalla chanukah, eða hanúka, upp á íslensku.
Um töluna sjö. Ég hef verið að rifja upp eitt og annað um töluna sjö. Út frá ritningunum. Hún er merkileg tala og kemur víða við. Hún fer eins og rauður þráður i gegnum alla ritninguna. Frá upphafi til enda. Drottinn skapaði veröldina á sjö dögum. Hann hvíldist á sjöunda degi.