Þeir hefjast á mismunandi vegu dagarnir í einkalífi manns. Mér leist ekki allskostar á blikuna þegar ég uppgötvaði eftir lýsis inntökuna í morgun að ég hafði sett lýsisflöskuna í uppþvottavélina og skeiðina í kæliskápinn.
Það veldur mér nokkrum óróa að hugsa til þess hvernig dagurinn verður í laginu. Þegar ég hafði búið mig til að fara til rakarans, en þar átti ég pantaðan tíma, sagði Ásta: „Þú ferð ekki í þessari skyrtu.“
Atvikið minnti mig á annað sem gerðist fyrir allmörgum árum. Hafði þá undir höndum bíl með fjarstýrðum hurðaopnara. Kom svo heim einn daginn, síðdegis, og stóð alllengi við útihurð hússins og reyndi að opna dyr þess með apparatinu frá bílnum.
Það kallast víst að vera með athyglisbrest í dag. Hann er einn af mínum mörgu brestum, býsna skondinn þó stundum. Kær kveðja JGÓ
Góður! Svona gerist stundum þegar hugurinn er á öðrum stað, allavega hjá mér. Kær aðventukveðja.