Það var greinileg eftirvænting í loftinu þegar fólk tók að safnast saman í Neskirkju í gærkvöldi. Og hvert sæti setið á slaginu klukkan átta. Viðfangsefni kvöldsins var Óratoría í þrem hlutum eftir Händel við ljóð eftir Milton. Svo kölluð tvíburaljóð. Þetta voru lokatónleikar tónlistarhátíðarinnar Tónað inn í aðventu.