Þeir voru ekki trúverðugir bankastjórarnir um árið þegar þeir gerðu atlögu eftir atlögu að Íbúðalánasjóði og kröfðust þess að hann yrði lagður niður og þeim fengið verkefni hans í hendur. Það mundi bæta hag almennings verulega og þeir, bankarnir, mundu halda vöxtum lágum og óbreyttum um ókomin ár. Nú hefur hið rétta andlit þeirra komið í ljós. Hvað hefði orðið ef Íbúðalánasjóður hefði verið lagður niður?
Pallborð í Neskirkju
Það var lærdómsríkt að hlýða á pallborðsumræður í Neskirkju í hádeginu í gær. Um þrjátíu manns mættu þar til að hlýða á sérfræðinga fjalla um nýja biblíuþýðingu. Augljóst er, og hefur margoft komið fram í fjölmiðlum, að margt fólk er langt frá því að vera sátt við þýðinguna.
Guðmundur Jónsson óperusöngvari
Þær falla frá ein og ein, eikurnar sem umluktu líf og tilveru Íslendinga á síðustu öld. Eikurnar sem mynduðu skjólgarð umhverfis heimsmynd þeirra sem gengu sín spor á árunum þeim. Fólkið sem tók sér fastan sess í hugarfylgsnum manna með töfrandi list sinni og var þar tákn um gleði og fegurð. Alla ævi manns.
Myndavél við Fiskilæk
Þar kom að því. Sektaður fyrir hraðakstur. Mynd tekin við Fiskilæk. Sýnir 99 km. hraða. Og ökumann. Og ég sem hef ekki farið yfir hundrað í tíu ár og talið mig með prúðustu ökumönnum hinna síðari tíma. Enda fara alltaf allir framúr mér.