Hann skellur á í nóvemberbyrjun. Nær fullum þunga undir mánaðamót desember. Geisar með kröftum fram að jólum. Hann hvín og steypist, þyrlar upp og hvolfist yfir. Tætir. Reynir að hremma mann og þeyta með. Slíta af manni spjarirnar og fella mann um koll og þrýsta á mann. Af afli. Af miklu afli. Lotu eftir lotu. Fella mann.