Þeir voru ekki trúverðugir bankastjórarnir um árið þegar þeir gerðu atlögu eftir atlögu að Íbúðalánasjóði og kröfðust þess að hann yrði lagður niður og þeim fengið verkefni hans í hendur. Það mundi bæta hag almennings verulega og þeir, bankarnir, mundu halda vöxtum lágum og óbreyttum um ókomin ár. Nú hefur hið rétta andlit þeirra komið í ljós. Hvað hefði orðið ef Íbúðalánasjóður hefði verið lagður niður?