Uppáhald gleðikonunnar

Fyrst kom ég í Netto á Salavegi. Leitaði í hillunum. Fann ekki. Spurði verslunarstjórann. Hann leitaði i hillunum. Fann ekki. „Því miður á ég það ekki í augnablikinu.“ Næst lá leiðin í Bónus á Smáratorgi. Gáði í hillurnar. Fann ekki. Leitaði að þessari elskulegu konu sem virðist vera verkstjóri í búðinni. „Komdu með mér,“ sagði hún.

Lesa áfram„Uppáhald gleðikonunnar“

Klukkustund í Kringlunni

Í morgun fór ég í Kringluna. Átti tvö erindi. Það fyrra var að skoða ljósmyndasýningu Blaðamannafélagsins. Mesta ánægju hafði ég af elstu svarthvítu myndunum. Þær eru þarna. Frábærar myndir. Síðara erindið var að kaupa það sem mig vantaði til að gera góða fiskisúpu.

Lesa áfram„Klukkustund í Kringlunni“

Sörli kaupir nýjan bíl

Við unnum við Búrfellsvirkjun þá. Um þrjú hundruð manns í kamp tvö. Hann var staðsettur uppi á fjallinu. Í kamp eitt, sem var niður við stöðvarhús, voru miklu fleiri. Þegar komið var úr helgarfríi, á mánudagsmorgnum, voru menn yfirleitt innhverfir og fámálugir framan af degi. Hugurinn væntanlega enn hjá eiginkonum og börnum og tregi í sálinni. Nema Sörla.

Lesa áfram„Sörli kaupir nýjan bíl“

Þegar efnið reynist rýrt

Þegar betri helmingurinn fer af bæ lendir sá verri í því að glíma við sjálfin sem í honum búa. Hjálparlaust. Það er ekkert sérlega einfalt. Í gegnum árin hafa helmingarnir, betri og verri, þróað með sér lífsform í sambúð ( hjónabandi, staðfestri samvist o.svo frv.). Og það kemur áþreifanlegt tóm í tilveruna. Tóm sem maður talar inn í. Eða við.

Lesa áfram„Þegar efnið reynist rýrt“