Hjartavörður, kaldur eða heitur?

Horfði á þátt Egils, Kiljuna, á netinu í dag. Er of kvöldsvæfur fyrir þætti eftir klukkan tíu á kvöldin. Þátturinn var góður. Þar er af ýmsu að taka. Kolbrún sagði að Doris Lessing ætti Nóbelsverðlaunin skilið en hefði ábyggilega ekkert við alla peningana að gera. Það er vitaskuld aukaatriði. Kolbrún endurlas Grasið syngur, síðustu daga, og hreifst að nýju.

Lesa áfram„Hjartavörður, kaldur eða heitur?“