Það var af tilviljun að mér varð litið út um Horngluggann fyrr í dag. Það var dálítil súld en veðrið samt milt. Sá þá ekki betur en að gul beltagrafa væri að eltast við aðra rauða.
Heilög jörð. Friðlýst og helgað svæði
Íslensk orðabók segir: helgi kvk 1 helgað eða friðlýst svæði, það sem ekki má spilla.
Útburðarvein í gámi
Mér sýnist að ekki verði hjá því komist að rýmka í bókahillunum. Hvernig er farið að því? Auðveldasta aðferðin er að tína bækur í innkaupapoka og henda þeim. Ég sagði það. Henda þeim. Henda bókunum. Fara með þær, setja þær í gám og skilja þær eftir þar. Ég hef heyrt af fólki sem setti kettlinga í poka og setti pokann í gám. Ók svo heim og losnaði ekki við veinin í kettlingunum úr hausnum á sér í ómældan tíma.