Enska og myntska

Íslenskir fjármagnseigendur hafa miklar sérþarfir. Þarfir sem koma fjármagni þeirra vel og auka gróða og skilvirkni þess. Íslenska krónan er þeim til trafala. Þeir vilja leggja hana af og taka upp evrópumynt. Íslensk tunga er þeim til trafala. Þeir vilja leggja hana af, í viðskiptum til að byrja með, og taka upp enska tungu.

Lesa áfram„Enska og myntska“

Er maður þá hugsanlega ekki?

Getur það átt sér stað að maður sé ekki? Og að þótt maður sé þá sé maður ekki. „Að vera eða vera ekki var spurning Shakespeare´s um árið. Ætli margir velti þessu fyrir sér nú á tímum þegar langflestir virðast vera á trylltum flótta undan óskilgreindri ástæðu? Kannski þeir gáfuðu eða þeir menntuðu. Það fara samt ekki nærri alltaf saman gáfur og menntun. Nei, sko ekki. Það er sitt hvað.

Lesa áfram„Er maður þá hugsanlega ekki?“

Konur sem baka brauð

Hún hefur lætt sér upp úr dýpri vitundarhólfunum undanfarnar vikur minningin um brauðið hennar Önnu á Gilsbakka. Þegar ég segi Önnu á Gilsbakka, þá á ég við Önnu Brynjólfsdóttur sem var húsfreyja þar þegar ég kom þangað sumarstrákur fyrir afar mörgum árum. Og eins og gjarnan gerist með hækkuðum aldri hjá fólki þá sækja ýmsar eldri minningar á.

Lesa áfram„Konur sem baka brauð“

Tungan er tvíeggja tól

Það kom fljótlega í ljós að hún var seinfær. Þó ekki meira en svo að hún gat leyst flest þau viðfangsefni sæmilega sem fjöldinn þarf að stríða við. Svo kom að því að hún giftist og eignaðist börn. Það komu engin sérstök vandamál upp nema helst í skipulagsmálum heimilishaldsins. En hún lagði sig alla fram og lífið gekk sinn gang.

Lesa áfram„Tungan er tvíeggja tól“

Félagslegt konfekt

Tvennar réttir voru í Hvítársíðu á laugardaginn var. Fljótstunguréttir og Nesmelsréttir. Fólk flykkist að í alvöruréttir. Þannig er í kringum Fljótstunguréttir. Umferð á vegunum margfaldast. Svo eru minniháttarréttir. Nesmelsréttir teljast til þeirra. Þær eru einskonar innansveitarkrónika.

Lesa áfram„Félagslegt konfekt“

Foldarskart

Við sátum inni, það rigndi úti, og horfðum á vindinn bæra laufin á litlu hríslunum okkar. Svo lygndi. Þá komu gestir úr loftinu og settust á bekkinn úti á pallinum. Við höfðum ekki séð þá fyrr. Þetta voru smávinir. Foldarskart, eins og Jónas orðaði það. Þeir voru tveir. Kyrrir og prúðir í fasi og litust um. Við sátum hljóð.

Lesa áfram„Foldarskart“

Regn og réttir

Þessir rigningadagar minna mig ævinlega á hljómplötu með Mahaliu Jackson. Hún var tekin upp á hljómleikum á New Port News hátíðinni fyrir meira en fjörutíu árum. Kynnirinn komst þannig að orði: „It is Sunday morning and it is rain.“ Mikill mannfjöldi var þarna samankominn til að hlusta. Mahalia Jackson gekk fram á sviðið, ábúðarmikil og full af orku og hóf sönginn með krafti með laginu Didn’t it rain. Hlustið hér

Lesa áfram„Regn og réttir“