Það er allt svo gott í þessu frábæra landi
Það er allt svo gott í þessu frábæra landi
en samt eru einstæðar sex barna mæður bornar út
Það er allt svo gott í fjármálageiranum
en samt eru einstæðar sex barna mæður bornar út
Það er allt svo gott í orkumálageiranum
en samt eru einstæðar mæður bornar út
Það er allt svo gott í byggingaiðnaðinum
en samt eru einstæðar mæður bornar út
Það er allt svo gott í mennta- og menningarmálunum
en samt eru einstæðar mæður bornar út
Það er allt svo gott í ferða- og ferðaþjónustumálunum
en samt eru einstæðar mæður bornar út
Það er allt svo gott í atvinnumálunum
en samt eru einstæðar mæður bornar út
Það er allt svo gott í ríkisstjórnarsamstarfinu
en samt eru einstæðar sex barna mæður bornar út
Það er allt svo gott í trúarhreyfingunum
en samt eru einstæðar sexbarna mæður bornar út
Það er allt svo gott – allt svo óskaplega gott
í þessu frábæra landi