Útburðarvein í gámi

Mér sýnist að ekki verði hjá því komist að rýmka í bókahillunum. Hvernig er farið að því? Auðveldasta aðferðin er að tína bækur í innkaupapoka og henda þeim. Ég sagði það. Henda þeim. Henda bókunum. Fara með þær, setja þær í gám og skilja þær eftir þar. Ég hef heyrt af fólki sem setti kettlinga í poka og setti pokann í gám. Ók svo heim og losnaði ekki við veinin í kettlingunum úr hausnum á sér í ómældan tíma.

Lesa áfram„Útburðarvein í gámi“