Why is it, when I am in Rome
I´d give an eye to be at home,
But when on native earth I be,
My soul is sick for Italy?
Raftahlaup II
John Dos Passos var þekktur rithöfundur á fyrri hluta síðustu aldar og í sviðsljósinu ásamt Hemingway, Faulkner, Steinbeck og Fitzgerald á Parísarárum þeirra. Nú til dags heyrist hann sjaldan nefndur. Í hillunum mínum finnst ein bók eftir hann U.S.A. tæplega 12oo síður. Skömmu eftir útkomu hennar, 1936, sagði Jean-Paul Sartre að Dos Passos væri mestur þálifandi höfunda.
Raftahlaup
Margar skáldsögur verða góðir vinir lesenda sinna. Þeir lánsömustu eiga sér uppáhalds skáldsögur og fá ást á þeim. Þeir leita til þeirra reglulega og eiga samfélag með persónunum, orðum þeirra og viðbrögðum við tilbrigðum lífsins og atvikum. Þá verða og höfundar uppáhalds bókanna einskonar fjarstaddir vinir sem gaman er að heyra af, látnum og lifandi.
Helgi og Hannes – gamlir taktar
Það var sunnudagur, næstur fyrir frídag verslunarmanna, skömmu fyrir hádegi. Þeir höfðu setið um hríð á bekknum og notið kyrrðarinnar og horft á einstaka seglskútu líða áfram úti á sundinu og sjófugl sveima yfir og kríupar stinga sér eftir æti. Ysinn og þysinn var dreifður um þjóðvegi landsins, vestur, norður, austur og suður.
Svo eitthvað sé nefnt
Kvöddum Litlatré í gær. Það var eftir þrjátíu daga viðveru. Væg saknaðartilfinning vaknaði í brjóstinu. Við hjartað. Umferð var með minnsta móti og háttvís og afslöppuð. Aðeins einn sem ekki réð við sig. Hann þeytti fram úr eins og hviss, undir Hafnarfjalli. Sá hann greiða gjald í göngin. Gladdist yfir veglyklinum í bílnum mínum. Hann leyfði mér að aka viðstöðulaust. Þetta var fyrir hádegi.