Klukkan var um fimm, síðdegis, Ásta nýkominn heim úr vinnu og við ræddum málefni dagsins eftir disk af léttri fiskisúpu Tom Yum og hálfu heimabökuðu hamborgarbrauði úr Minna mittismáli Kristínar Gestsdóttur. Það var kyrrð í húsinu og gott að hittast í dagslok. Allt í einu kveinaði dyrasíminn úr anddyrinu og þegar ég tók upp símatólið sagði hvell konurödd: „Ég er bara ókunnug kona.“