– Jæja gamli, hvernig líst þér á daginn?
– Fremur vel.
– Er eitthvað á döfinni?
– Já, það er alltaf eitthvað, en þér, hvernig líst þér á daginn?
– Þetta verður góður dagur.
– Hvað er til marks?
– Ég fer úr bænum.
– Kemur þá ekki með á menningarnótt?
– Nei. Ég á mínar eigin menningarnætur.
– Varla svona húllum hæ eins og Borgin býður upp á?
– Húllum hæ? Nei.
– Vöfflur, mannþröng og flugeldar. Hvað kýstu fremur?
– Og risatónleikar þjónustugjalda?
– Sýningar og söfn.
– Og Grímseyjarferja?
– Opin hús.
– Kraðak?
– Hverju sækistu þá eftir?
– Næði.
– Vantar þig næði?
– Og orðum.
– Er þessi gállinn á þér núna?
– Gáll. Þú mátt kalla það það.
– Mér finnst þú skrítinn.
– Nei, nei, er bara ég sjálfur.
– Og ferð út úr bænum?
– Já.
– Og ekkert hægt að breyta því?
– Nei.
– Þá skulum við raka okkur núna.