John Dos Passos var þekktur rithöfundur á fyrri hluta síðustu aldar og í sviðsljósinu ásamt Hemingway, Faulkner, Steinbeck og Fitzgerald á Parísarárum þeirra. Nú til dags heyrist hann sjaldan nefndur. Í hillunum mínum finnst ein bók eftir hann U.S.A. tæplega 12oo síður. Skömmu eftir útkomu hennar, 1936, sagði Jean-Paul Sartre að Dos Passos væri mestur þálifandi höfunda.