Margar skáldsögur verða góðir vinir lesenda sinna. Þeir lánsömustu eiga sér uppáhalds skáldsögur og fá ást á þeim. Þeir leita til þeirra reglulega og eiga samfélag með persónunum, orðum þeirra og viðbrögðum við tilbrigðum lífsins og atvikum. Þá verða og höfundar uppáhalds bókanna einskonar fjarstaddir vinir sem gaman er að heyra af, látnum og lifandi.