Kvöddum Litlatré í gær. Það var eftir þrjátíu daga viðveru. Væg saknaðartilfinning vaknaði í brjóstinu. Við hjartað. Umferð var með minnsta móti og háttvís og afslöppuð. Aðeins einn sem ekki réð við sig. Hann þeytti fram úr eins og hviss, undir Hafnarfjalli. Sá hann greiða gjald í göngin. Gladdist yfir veglyklinum í bílnum mínum. Hann leyfði mér að aka viðstöðulaust. Þetta var fyrir hádegi.