„I am not young enough to know everything.“
Þegar þrengir að
Þokan lá yfir bænum í morgun. Það sást ekki á milli húsa. Ásta var farin í vinnu. Þokan var dimm og lagðist á svalirnar meira að segja, og svo kom hún í sálina. Það varð dimmt bæði úti og inni. Og þröngt. Hvað er þá til ráða fyrir menn sem eiga hvorki hnakk né hest til að fylgja hvatningu Einars Ben?: „…og hleyptu burt undir loftsins þök.“
Ókunnug kona að vestan
Klukkan var um fimm, síðdegis, Ásta nýkominn heim úr vinnu og við ræddum málefni dagsins eftir disk af léttri fiskisúpu Tom Yum og hálfu heimabökuðu hamborgarbrauði úr Minna mittismáli Kristínar Gestsdóttur. Það var kyrrð í húsinu og gott að hittast í dagslok. Allt í einu kveinaði dyrasíminn úr anddyrinu og þegar ég tók upp símatólið sagði hvell konurödd: „Ég er bara ókunnug kona.“
Barnaskírn í kaþólskum sið
Við vorum viðstödd kaþólska barnaskírn í gær. Það var í fyrsta sinn. Athöfnin var öll hin fegursta. Foreldrarnir ljómuðu af ánægju og gleði sem og skírnarvottarnir. Aðrir aðstandendur samglöddust og tóku virkan þátt í söngnum. Séra Jakob Rolland, prestur við Kristskirkju á Landakotstúni, framkvæmdi skírnina sem fram fór í Skálholtsdómkirkju.
Tvær myndir og franskur hattur
Það er mikill vandi að eiga margar ljósmyndir. Og það er ekki sársaukalaust að glíma við að safna þeim í tölvu. Hluti af þessum vanda er ör þróun í ljósmyndun, framköllun, geymsluaðferðum og svo frv. Hef stundum tekið mig á og reynt að skanna inn í tölvuna gamlar myndir. Þar hafa þær lent í óskipulögðum möppum, hundruðum saman, hingað og þangað. Hélt í morgun að ég væri í góðu standi til að taka svolítið til.
Svo allt í einu ertu einn
Í hausthúminu lítur maður til baka yfir tímabilin í ævi sinni og þykist skilja að þau hafa helgast af mismunandi menningarviðhorfum og því fólki sem hverju viðhorfi tilheyrði og maður lifði með eða tileinkaði sér hverju sinni.
Nærri sanni
„If your parents never had children, chances are you won’t, either.“
Dick Cavett
Óratóría – Ísrael í Egyptalandi
Okkur var boðið í veislu á föstudaginn. Það var frábær veisla. Hún var hvorki í mat né drykk heldur í orðum og hljómum, sungin og leikin. Frábær veisla. Við þekktum orðin vel, höfum lifað með þeim hálfa ævina. Lesið aftur og aftur frásögn af kúgun og ánauð, hlýtt á harmakvein og andvörp þjóðar stíga upp af helgum textum. Hróp til Guðs um miskunn og náð. „Og Guð heyrði andvarpanir þeirra.“
Einn og sami maðurinn?
– Jæja gamli, hvernig líst þér á daginn?
– Fremur vel.
– Er eitthvað á döfinni?
– Já, það er alltaf eitthvað, en þér, hvernig líst þér á daginn?
Er það svona?
„Wise men talk because they have something to say;
fools, because they have to say something.“