Þetta var dagurinn sem Ásta hafði ákveðið að mála hurðina að utan og bitana sem bera skyggnið. Það hafði dregist úr hömlu. Hún var komin snemma út og þegar hún hafði málað um hríð þykknaði upp og skömmu síðar tók að rigna. Og það rigndi og rigndi og rigndi. Og rigndi. Dásamlega. Hellirigndi. Ásta stóð þarna og hélt á penslinum í annarri hendi og málningardósinni í hinni. Orðlaus.