Ef í eyðiskóg
angist kvöl þér bjó,
fundur á förnum vegi
færði lausn og ró.
Skrafa um skyggni og átt,
skilja í friði og sátt,
– svo skal maður manni
mæta á réttan hátt.
Einlæg orð en fá,
örva sporin þá.
Endir allra hluta
ætti að vera sá
Hjalmar Gullberg / ísl. Magnús Ásgeirsson
Skáldinu ratast svo sannarlega satt orð á munn. Eða blað.