Morgunn með nýrri ríkisstjórn

Það blasir við að Morgunblaðið er eina dagblaðið sem kann að hanna forsíðu sem svarar blaðalesendum um tíðindi stjórnmálanna frá deginum í gær. Morgunblaðið er jú eina alvöru dagblaðið á Íslandi. En í fregnum af nýrri ríkisstjórn er fátt spennandi að hafa. Að sjálfsögðu eru þau Geir Haarde og Ingibjörg Sólrún sjálfkjörin sem fyrirliðar sinna flokka. Annað vekur enga sérstaka gleði, nema endurkoma Jóhönnu Sigurðardóttur.

Lesa áfram„Morgunn með nýrri ríkisstjórn“