Bók sem ekki verður lesin, heldur einungis lesin aftur

Þetta er merkileg setning. Hún er sögð um hina margrómuðu bók Ódysseif eftir James Joyce. Ég er að lesa hana aftur. Á fullt í fangi með að halda mér við efnið samt. Það var þó miklu verra í fyrra skiptið. Hugurinn, þetta gufukennda fyrirbæri, vill þvælast frá mér út um víðan völl og þarf ég aftur og aftur að grípa í taumana, beislistaumana, til að aga hann.

Lesa áfram„Bók sem ekki verður lesin, heldur einungis lesin aftur“