Um það varð sátt í samlífi okkar Ástu minnar, fyrir liðlega tuttugu árum, að ég tæki við eldamennskunni á heimilinu og gæfi henni frí. Hún hafði þá eldað ofan í okkur átta manna fjölskylduna í tæp þrjátíu ár. Vissulega hafði fækkað í hópnum þegar þessi þáttaskil urðu og kann ég tengdadætrum mínum einlægar þakkir fyrir það.