Örborgari er næsta stig fyrir neðan smáborgara. Fann út í gær að þar passa ég best. Ég versla í Bónus, nema grænmeti, les Moggann og Lesbók af ástríðu. Hlusta lítið á útvarp, helst þó rás 1. Kaupi aldrei tímarit. Tek afkomu fólks fram yfir landslag, Ligg í bókum flesta daga. Hef mikla ánægju af maka mínum. Er hægri krati í hjarta mínu og kýs Sjálfstæðisflokkinn. Hvar annarsstaðar gæti ég passað?