Morgunstund okkar hjónanna við Horngluggann er einskonar sælgæti dagsins. Fyrir sálina. Þá ræðum við vinnuna hennar og vinnuleysið mitt, sem og dægurmál og áform um veru í sveitinni. Upplifum við gjarnan á þessum morgunfundum okkar þægilegan blæ vinsemdar sem andar inn í fylgsni hugans. Í morgun settumst við með kaffið klukkan liðlega sex.