Það fréttist fyrir tveim árum eða svo, að einn sonanna hefði fjárfest í harmonikku. Sá heitir Ágúst og er kennari í Norðlingaskóla. Þegar fjölskyldurnar hittust og harmonikkuleik Ágústs bar á góma tók sá gamli, þ.e. pabbinn, að guma af eigin harmonikkuleik á yngri árum.