Fyrir skömmu bárust af því fregnir að kaþólskir hefðu ákveðið að leggja af svokallaðan forgarð helvítis, öðru nafni limbó, stað þar sem óskírð börn og þeir sem ekki hlutu blessun Krists í lifandi lífi, lentu. Það sem vekur athygli er að forgarður helvítis er staður sem menn fundu upp og ákvörðunin um að leggja það niður er því ákvörðun manna um að breyta ákvörðun annarra manna.