Einhver spurði hvort Guð hefði ekki hlegið þegar Nietzsche dó. Maður dregur þá ályktun að þeir sem tala svona viti harla lítið um ritningarnar og eðli þeirra. Hvergi hef ég rekist á það í ritningunum að Guð hafi hlegið, en þar segir aftur á móti frá ýmiskonar fólki sem hagaði sér kjánalega.