Gærdagurinn var yndislegur. Veðrið talsvert betra en maður vogar að óska sér á þessu blessaða landi okkar. Og það í apríl. Við rismál, ( þá er átt við fótaferðatíma ) var hitinn + 11°C. Vindar af austri, suðaustri og snarpir vindsveipir allt til norðausturs. Fór í 15 til 18 m/s í sumum hviðunum. Um hádegi var hitinn orðinn + 14°C.
Forgarður helvítis
Fyrir skömmu bárust af því fregnir að kaþólskir hefðu ákveðið að leggja af svokallaðan forgarð helvítis, öðru nafni limbó, stað þar sem óskírð börn og þeir sem ekki hlutu blessun Krists í lifandi lífi, lentu. Það sem vekur athygli er að forgarður helvítis er staður sem menn fundu upp og ákvörðunin um að leggja það niður er því ákvörðun manna um að breyta ákvörðun annarra manna.
Samfélag alsælunnar eða himnaríki fíflsins
Eftir uppistandið á laugardag, sjá hér, var það eiginlega ekki fyrr en í morgun sem ástríðan í blaðalestur endurheimtist að fullu. Hafði tekið frá tvær álitlegar greinar og sett í bið á meðan ég beið eftir sálinni. Það var svo í morgun sem kerfið virtist komið í nothæft ástand.
Ég segi það satt
Á þessum vindasömum dögum
dögunum sem vindarnir stjórna
og snúast og snúast
og engin veit hvaðan
koma né fara
kaupa húsmæður sér þurrkara
svo að tau haldist hvítt.
Dagur bókarinnar 2007
Það er ekki auðvelt að ákveða úr hvaða bók orð skyldu tekin til þess að minnast dagsins. Við skiljum að bækur innihalda safn orða, að orð eru mótun hugsana, að hugsanir eru afurðir mismunandi huga. Bók er þá geymslu- eða safnstaður fyrir hugsanir sem hafa verið mótaðar með orðum.
Hver ræður næturstaðnum?
Rokið og rigningin hafði staðið yfir í 36 klukkustundir. Það er langur tími þegar beðið er eftir þægilegu útivinnuveðri. Og við flúðum heim. Sumardagurinn fyrsti hafði aftur á móti verið góður. Hann hjalaði við okkur af mildi, ólíkt mörgum nöfnum hans.
Vetur fer – sumar kemur, vonandi
Síðasti vetrardagur. Hljómar vel. Sumardagurinn fyrsti. Hljómar betur. Fjöllin þó enn klædd hvítu. Heitum á sólina að ylja svo gil og skorninga að fönnin víki bráðlega og grænar tungur nái hærra upp í hlíðar en í fyrra.
Helgi og Hannes – leyndarmálið
Hannes var sestur á bekkinn áður en Helga bar að. Hann var í gömlum rykfrakka með hneppt upp í háls og kragann brettan upp. Þá hafði hann belti um sig miðjan og gúmmístígvél á fótunum. Á höfðinu var gulur hattur, sérkennilegur og band bundið undir hökuna. Úrhellisrigning hafði verið daginn áður, en nú voru hrinur af suðvestri með snjó- og slyddublönduðum skúrum og sá til sólar á milli. Hannes sat með hendur djúpt grafnar í frakkavasana og horfði norður yfir höfnina. Helgi skoðaði útganginn á Hannesi, rannsakandi augum. Sagði síðan:
Frá liðnu vori
„Fyrir þennan glugga hef ég gengið mörgum dögum.
Hef gengið þar að morgni dags, en oftar seint á kvöldin.
Og hikandi ég beið þess þá, að bærðust gluggatjöldin,
og brjóst mitt hefur skolfið af þungum æðaslögum.
Það er fallegasta stúlka í heimi
„Elskaði hún þig?
Aldrei hafði hún orð á því. Hún sagði aldrei neitt.
Fékkstu að kyssa hana?