Bjartsýnin fyllir hvert íslenskt hjarta. Einnig okkar og því renndum við í Borgarfjörð á föstudag eftir vinnu. Það leit heldur vel út, örlítið snjófjúk, næstum logn og hitinn um núll gráður. Vegurinn var um það bil auður alla leið og við fundum fyrir gamalkunnum tilhlökkunar tilfinningum. Á laugardag snjóaði frameftir degi í logni og þægilegheitum en síðdegis snérist vindáttin í norður, 8 til 10 m/s og hitastigið í mínus 7°C.
Góðir dagar í Glasgow og Edinborg III
Það er sérstök stemning í Prince Square. Maður gengur þangað inn af Buchanan – street um mjóan gang. Inn af honum tekur við óvenjulegur markaður (mall) og veitingahús. Byggingin, afar falleg, er á þrem hæðum og byggð í hring umhverfis allstórt torg, mosaik lagt, sem er á neðsta hæðinni. Veitingahús og verslanir á hverri hæð á svölum umhverfis opna svæðið. Glerþak yfir. Það eru stigar niður af götuhæðinni þangað sem torgið er og upp af götuhæðinni til þriðju hæðarinnar. Einnig lyfta klædd gleri.
Góðir dagar í Glasgow og Edinborg II
Ferðinni lauk í gær. Frónið fagnaði okkur innilega með útbreiddan vestanfaðminn og tilbrigðum hans. Komin heim til okkar síðdegis, með efni í kjötsúpu keypt á leiðinni, kórónaðist tilveran. Síðan, eftir fimm daga Mogga, Lesbók og þjóðlega súpuna virtist ánægjan varla geta orðið miklu meiri. Ferðin í flestum atriðum góð.
Góðir dagar í Glasgow og Edinborg I
Við tókum daginn snemma og gerðum áætlun um ferð til Edinborgar með talsverðri tilhlökkun. Eftir fasta liði morgunleikfiminnar héldum við af stað í leit að Central Station og fórum niður að á, River Clyde, og gengum vestur með henni. Við búum á Riverside -inu.
Minnisverður maður
Það var fyrir liðlega þrjátíu árum. Ég var þá framkvæmdastjóri Bókaforlags Fíladelfíu um hríð. Forlagið hafði aðstöðu í Fíladelfíukirkjunni í Hátúni 2 í Reykjavík. Var vinnustaður minn þar. Kirkjan, og ekki síður skrifstofurnar, voru einskonar miðja hvítasunnuhreyfingarinnar á landinu og þar komu margir við. Voru það jafnt Reykvíkingar sem og safnaðarfólk utan af landi.
Bankadagur
Aðalerindi erindi gærdagsins var að fara í banka og kaupa fáein sterlingspund. Ásta mín á afmæli í vikulok og vill snæða kvöldmat í Edinborg á afmælisdegi sínum. Það er dásamlegt að vera maki slíkrar rausnarkonu. Og þar sem ég hef yfirleitt of fátt fyrir stafni varð að samkomulagi að ég annaðist gjaldeyrisviðskiptin. Sem ég gerði af miklum fúsleik.
Efnilegur hlaupari
Það er nú þannig með fjölskylduna að þegar kemur að íþróttum og umræðum um þær, þá drögum við okkur oftast í hlé eða reynum að breyta umræðuefninu. Nú aftur á móti gerast þau undur með eitt barnabarn okkar „gamla settsins“, – eins og yngri kynslóðirnar kalla okkur þegar haldið er að við heyrum ekki til – að stúlkukornið, Kristín Lív Jónsdóttir, sem er hálf íslensk og hálf færeysk, hleypur flesta af sér sem hún keppir við.
Söknuður
„Veistu hvað?“ sagði´ ann. Svo kom þögn. Það var löng þögn. Hún var bæði breið og hljóð. Þagnir eru mismunandi hljóðar eins og þú veist.“ Svo horfði hann yfir stofuna eins og þar væri einhver. Og sagði:
60 krónur á þúsund-kallinn
Það er ávinningurinn af vaskbreytingunni. Ætli það breyti miklu fyrir fólk? Hvernig umgangast Íslendingar 60 krónur? Stundum þegar ég sá ungar mæður keyra tvær kúffullar innkaupakerrur að kassa í Bónus þá rifjaði ég upp tilveru okkar Ástu minnar fyrir mörgum árum síðan. Við vorum átta í heimili. Átta til tíu innkaupapokar í viku. Dagvinnulaunin mín fóru alfarið í húsaleigu. Við keyptum mat fyrir yfirvinnulaunin. Stundum var engin yfirvinna.