Stundum les maður bókakafla sem ilma af svo mikilli frásagnargleði að maður stansar við og andar djúpt. Og les þá aftur. Ég get ekki á mér setið og tek mér bessaleyfi til að birta fáeinar línur úr bókinni sem ég er að ljúka við þessa daga. Vil um leið spyrja þig hvort þú veist úr hvaða bók línurnar eru.