Það hagar þannig til við Smáratorg í Kópavogi að þar hefur bílastæðið, að mestu, verið tekið undir byggingarframkvæmdir. Verið er að reisa þar hæsta hús á svæðinu, 17 hæðir. Samhliða er gerð bílageymsla sem verður undir fyrra bílastæði verslunarkjarnans. Til að vega á móti fækkun bílastæða á meðan byggingarframkvæmdir standa yfir, hefur Bónus beint viðskiptavinum sínum í geysistóra bílageymslu sem er undir verslunarmiðstöðinni.